Jafntefli í hörkuleik

Valsmenn náðu í stig að Ásvöllum í kvöld eftir að við höfðum leitt leikinn nánast frá byrjun. Þeir komust inn í leikinn aftur þegar um 4 mín voru eftir og komust þá yfir 19-20. En með seiglu og baráttuvilja og Magga í svaka stuði í markinu þá komust við yfir aftur 22-21 en þeir stálu einu stigi í lokinn með marki þegar 4 sek voru eftir. Við hefðum getað skorað í lokinn með smá yfirvegun en það gekk ekki í þetta skipti. Með þessum úrslitum þá komust við í efsta sætið eftir 8 umferðir með 12 stig.

Magnús SigmundssonMaður leiksins var án efa Magnús Sigmundsson markmaður okkar haukamanna en hann varði alls 18 tuðrur og þar af voru fjölmörg dauðafæri sem kallinn tók ásamt að verja eitt stykki víti líka.

 Markaskorara hjá okkur voru: Arnar P 4/5, Arnar Jón 4/8, Beggi 4/9, Dóri 4/7, Gunnar Berg 2/3, Gísli Jón 2/5, Þröstur 1/1, Jón Karl 1/1 og Andri 1/3. Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir okkur haukamenn. Leikurinn endaði 22-22.

 Næsti leikur er gegn ÍBV á laugardaginn "út í eyjum".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband