Blokkeringar í handbolta

Ég vildi fá að vita hvaða fyrirmæli dómarar fá um ólöglegar blokkeringa í handboltanum en oft er misjafnt eftir dómurum hvenær dæmt er ólögleg blokkering. Ég ákvað því að ráðfæra mig við Guðjón L. Sigurðsson yfirdómara í handboltanum hér á Íslandi. (hættur sem betur fer :)Það virðist vera í nánast hverjum leik sem þjálfarar hoppa upp og vilja fá dæmda ólöglega blokkeringu og sumir leikmenn eru alveg á mörkunum en komast oftar en ekki upp með slæma blokkeringu.

Ég fékk senda frá honum Guðjóni vini mínum reglu 8 úr reglum HSÍ sem heitir "Brot og óíþróttamannsleg hegðun" ásamt því að hann kom með smá aukaútskýringu:

Greinar 8.1c og 8.2b ná yfir hvað er löglegt og hvað ekki varðandi blokkeringar.  Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað má og hvað ekki en ef leikmaður er búinn að staðsetja sig og notar ekki hendur eða fætur til að hindra mótherja þá telst það löglegt.  Algengustu blokkeringar, sem dæmdar eru ólöglegar, eru vegna þess að leikmenn nota fætur (stíga út í varnarmann) eða nota varnarmann sem stuðpúða út úr blokkeringu.

Við haukamenn þökkum Guðjóni fyrir þessa skýringu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

endilega sendu adda pé þessa reglu og bcc á Kára Kristján en þú þarft ekkert að láta Pétur Páls  vita því hann er HULK

Arnar Jón (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband