Haukar-HK miðvikudag kl.20 N1-deild karla

Þá er komið að enn einum stórleiknum. HK menn koma í heimsókn á Ásvelli. Við erum með jafnmörg stig og HK og það lið sem vinnur kemst í efsta sæti N1-deildarinnar ásamt Stjörnunni sem gerði jafntefli í kvöld við hið geysi skemmtilega lið Aftureldingu! Nú er lag og við skulum vona að það verði haukalagið sem verður ofan á. Ekki er hægt að segja að við séum með góðan árangur á heimavelli en höfum þó unnið einn stórt, þ.e.a.s. ÍBV en töpuðum stórt gegn Stjörnunni. Þetta verður svaka leikur og án efa spenna til loka. Við komum til með að spila nýja vörn sem á eftir að gjörbylta handboltanum í dag. Vill ekki segja of mikið en 2-1-2-1 heitir þessi vörn og nú er bara að mæta og sjá þennan magnaða atburð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband