Bikardráttur

Í dag var dregið í bikarkeppni HSÍ og Eimskip og þar drógumst við haukamenn gegn ÍR2 og fer sá leikur fram á heimavelli þeirra ÍR-inga. Þetta eru væntanlega bumburnar í ÍR og verður bara gaman að takast á við þá. Leikurinn fer fram á sunnudag eða mánudag. 

Af öðrum leikjum þá verður án efa hörkuleikur hjá Stjörnunni og HK en þar mætast tvo sterk lið. Spái að HK vinni þann leik. Einnig er Fram - Afturelding athyglisverður en held samt að Fram fari með sigur á hólmi þar. Svo má ekki gleyma stórleik umferðarinnar en Bumburnar í Haukum fá Íslandsmeistarana í heimsókn. Ég held að það verði hörkuleikur fyrstu 11-15 mín og svo dregst aðeins í sundur með liðunum. Held samt að ef Óskar Ármanns verði með þá mega Valsmenn passa sig. 


mbl.is Bikarmeistarar Stjörnunnar fá HK í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á víst að sparsla honum Óskari  saman og þeir gömlu verða víst með mikla breidd í þessum leik 14. fyrrum landsliðsmenn og hafa þessir menn verið að æfa 4-5. sinnum í viku síðustu mánuði.. Þetta verður klárlega mjög erfiður leikur fyrir Valsmenn..

Magnús (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband