Fyrsta tapið staðreynd

Já fyrsta tapið er staðreynd eftir afleitan leik gegn Stjörnunni í dag. Við byrjuðum vel og komust í góða forustu 4-1 en þá tóku Stjörnumenn leikhlé. Eftir það fóru þeir í gang og við klúðruðum dauðafærum. Áður en við vissum af þá var staðan orðin 6-7 og svo 8-11 og í hálfleik var staðan 15-19 fyrir þá. Í seinni hálfleik byrjuðum við afleitlega og þeir skoruðu 3 fyrstu mörkin og við komnir 7 mörkum á eftir. Mest náðu þeir 9 marka mun en loka staðan var 30-37. Vörn og markvarsla var mjög slök og algjörlega óásættanlegt að fá á sig 37 mörk. Í hinum leikjunum skoruðu mótherjar okkar undir 25 mörkum. Næsti leikur er gegn Aftureldingu og það er möst winn leikur. Leikurinn verður í Mosó á föstudaginn næsta.

Markahæstu menn hjá okkur voru: Andri Stefan 9/15, Jón Karl 7/11, Gísli Jón 4/6, Freyr 3/4, Arnar P 2/2, Beggi 2/5, Arnar Jón 1/4, Halldór 1/4, Þröstur 1/4.

Gísli varði 6 og Maggi 5.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband