Hvar hefur Kári Kristján haldið sig?

Viðtal við Kára Kristján tekið af www.haukar.is 

Kári Kristján KristjánssonEins og glöggir handboltaunendur hafa tekið eftir í fyrstu leikjum tímabilsins hefur Kári Kristján Kristjánsson ekkert verið að spila.
Kári hefur reyndar verið duglegur að mæta á Haukaleikina en ekki til að spila heldur til að horfa á liðsfélagana spila. Haukar.is ákvað því að fara grafa aðeins ofan í málið og náði tali á Kára.

Fyrsta spurningin sem við spurðum Kára var einfaldlega sú, hvað er að hrjá þig ?
 
- Ég er með brot á "fimmta metatarsal" sem er beinið sem til dæmir Wayne Rooney braut um árið (Rooney er fótboltamaður sem spilar fótbolta með Manchester United og enska landsliðinu). Það brotnaði eftir uppstökk og lendingu á Ragnarsmótinu á Selfossi, ekkert óeðlilegt sem ég gerði, þannig þetta kom mér svolítið á óvart, því að ég er jú gerður úr stáli og því kom það mér á óvart að ég hafi brotnað, en ótrúlegustu hlutir geta auðvitað alltaf gerst.

 

Kári nefndi það að hann væri með bort á “fimmta metatarsal”, hvar er það bein ?
 - Þetta er beinið sem liggur að liðamótunum þar sem táin byrjar.

 


En hvernig gengur batinn, hvað er langt í að sjá Kára spila handbolta ?

 - Ég er að vonast til að komast í myndatöku á mánudag eða þriðjudag sem á að segja mér hvernig gróaandinn sé búin að vera. Þannig að eins og staðan er í dag vona ég að ég geti byrjað með mikilli ákefð eftir 2 vikur. Ég er svo að vonast til að ná Afturelding leiknum sem er 19.ókt annars ætti ég að verða skotheldur 30.ókt gegn HK.

 


En hvernig finnst Kára byrjunin á tímabilinu hafa verið hjá Haukum án hans ?
 - Mér hefur fundist þetta gengið eins og vel smurður togari. Glæsilegt hvað við höfum náð að spila fína vörn og erum að stilla strengina í sókninni. Einnig er gaman að sjá þessa breidd sem við höfum sem enginn bjóst við.

 


En það hlýtur að vera erfitt að þurfa horfa á leikina úr stúkunni og fá ekkert að spila ?
 -
Jú, það er alltaf jafn erfitt að horfa á.

Við þökkum Kára Kristjáni kærlega fyrir þetta og vonandi að þetta hafi náð að fræða handboltaunendur sem ekki höfðu hugmynd hvað var að angra Kára til að iðka handknattleik

- Arnar Daði Arnarsson skrifar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband