4.10.2007 | 23:23
Haukar 27 - Akureyri 22 í N1-deildinni
Þá er toppsætið okkar eftir góðan sigur gegn Akureyri fyrir norðan. Leikurinn byrjaði vel fyrir okkur og komust við í 2-0. En við héldum ekki nógu vel á okkar málum og þeir komust inn í leikinn eftir að við klúðruðum að komast í 4-0 en í staðinn komust norðanmenn yfir 4-2. Leikur okkar var ekki nógu góður og var það Gísli Guðmunds sem hélt okkur á floti á kafla með góðri markvörslu. Í hálfleik var staðan 10-11 fyrir okkur. Í seinnihálfleik byrjuðum við illa. Aron Rafn markmaður kom inná og stóð sig ágætlega. Jafnt var á öllum tölum þangað til Akureyri komst í 18-16 en þá komu við til baka og komust yfir 22-23. Á þessum tímapunkti settum við í fluggírinn og unnum nokkuð örugglega 22-27 en þess má geta að síðustu 4 mörkin komu á síðustu 1 1/2 mínútunni. Andri Stefan var með góðan leik ásamt Halldóri, Gísla var mjög öflugur í fyrrihálfleik og Aron Rafn kom stekur inn þegar á þurfti.
Markaskor í leiknum var á þessa leið:
Andri Stefan 6/8, Halldór 6/7 þar af 4 víti, Freyr 3/5, Jón Karl 3/6, Beggi 2/4, Arnar Jón 2/5, Gunnar Berg 2/5, Pétur 2/4 og Þröstur 1/2.
Gísli varði 8 og Aron Rafn 4.
Næsti leikur er í bikar á mánudag gegn Val 2 að Hlíðarenda. Svo er það Stjarnan sunnudaginn eftir en sá leikur verður í beinni á RUV.
FB
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163319
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.