ÍBV burstaðir að Ásvöllum

Í dag komu ÍBV í heimsókn að Ásvelli og þeir byrjuðu betur með 2 fyrstu mörkunum. Við skoruðum síðan 4 næstu mörk og vorum yfir eftir það. Mikil harka var í fyrri hálfleik og var þar Sigurður Bragason hjá ÍBV fremstur í flokki. Hann átti að vera farinn útaf með rautt spjald í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 15-12. Í seinni hálfleik fóru við á kostum og ÍBV sprungu á limminu og áttu ekki möguleika. Lokastaða var svo 37-21 og hefði getað orðið meiri.

Markahæstir hjá okkur voru: Freyr 9/12, Arnar Jón 6/8, Beggi 3/7, Þröstur 3/5, Gunnar Berg 3/5, Jón Karl 3/6, Gísli Jón 2/4, Arnar P 2/2, Andri Stefan 2/2, Pétur Páls 2/3, Halldór 1/1, Tóti1/1

Gísli Guðmundsson varði 16 bolta

Næsti leikur er gegn Fram á fimmtudaginn næsta á útivelli.


mbl.is Haukar burstuðu Eyjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Já það er alveg magnað, og ég þreytist ekki á að segja frá þessu, hvernig ,,sumir" Eyjamenn haga sér.
Ég vil taka það fram að ég þekki fullt af mjög fínu fólki frá Vestmannaeyjum og hef verið í sambúð með stórskemmtilegri konu frá Eyjum og í heimsókn hjá Árna Johnsen í Breiðholtinu og spilað við hann snóker, sem er ekki mitt sport og tapaði því ,,feitt". En það sem Árni vissi ekki var að þegar ég spila eh sem er ekki mitt sport þá er mér alveg sama þó ég tapi.
Einnig vil ég segja að ,,Eyjamennirnir" sem við erum með í hjá okkur í Haukum er eðalgaurar, 5 stjörnur.

Ég hef oft spilað í Eyjum og ekki fundist það vera neitt sérlega slæmt en aldrei hlakkað til að fara þangað, er bara of lítið samfélag fyrir minn smekk.
Ég gæti nefnt fullt af dæmum um persónulegan skít sem ég hef fengið að heyra frá Eyjamönnum, sumum, úr stúkunni.
Eitt dæmi skal ég nefna því það situr í Eyjamönnum, amk sumum.
Ég spilaði með FH nokkur tímabil og í heimaleik ÍBV gegn FH árið ca. "96 fékk ég snemma miklar háðglósur og persónulegan skít á mig (einu áhorfendur á landinu sem ég fengið þessa útreið hjá). Alla vega hafði skíturinn þá þau áhrif á mig að ég skoraði 4-5 mörk í röð og eftir 5. markið setti ég hend í krika og sýndi merkið fræga til áhorfenda. Þetta var ,,dónaskapur" sem þeim fannst forkastanlegur. Eyjafréttir gengu svo langt að kalla mig dóna, magnað :)  VIL HÉR MEÐ BYÐJAST OPINBERLEGA AFSÖKUNAR Á ÞESSU.

Einn eyjamaður sem ég talaði við sagði að fyrir þeim er þetta mjög einfalt. ,,Við erum í fullum rétti að segja hvað sem er en leikmenn VERÐA að halda  stillingu, ,,já ok" sagði ég orðlaus.
Steininn í dónaskap Eyjamanna í stúkunni tók úr þegar Óskar Ármannsson var að spila með mér og Haukum, ca. árið 2000, í Eyjum og var að taka víti og krakkarnir úr ÍBV stilltu sér upp á hliðarlínunni og kölluðu "Quasimodo" í gríð og erg. Óskar er með smá krippu sem er genatýskt og hann sannarlega getur ekki gert að EN Óskar er einn allra besti handboltamaður sem þessi þjóð hefur átt og enn þann dag í dag er hann með skothraða yfr 100 km. á klukkustund.
Ég vil bara segja að lokum ,,hafa skal aðgát í nærveru sálar". Eitthvað kæmi í Eyjafréttum ef við Haukamenn hefðum hoppað á einni löpp í vörninni í gær þegar við vorum 15 yfir (það gerðu Eyjamenn gegn Haukum í útileik sem þeir voru búnir að vinna fyrir mörgum árum) eða sent krakkana okkar á hliðarlínuna til að öskra á Sigga Braga ,,eineygði aumingi", nei við Haukamenn gerum ekki svoleiðis.

Áfram Haukar og ég vil samt óska IBV góðs gengis í vetur, þeir hafa amk þjálfara sem kann allt í handbolta og ég ber mikla virðingu fyrir, Gintaras.

Mbk. Sigurjón Sig.

Sigurjón Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 10:00

2 identicon

Æji greyið saklausu Haukamenn. Spurðu Halldór Ingólfsson hvað hann sagði við Sigurð Bragason þegar þessi lið mættust síðast, fyrir tveim árum eða svo. Það var þegar hann hljóp skíthræddur inn í búningsklefa strax eftir leikinn eins og auminginn sem hann er.

Hjálmar (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:50

3 identicon

Siggi Braga misskildi Dóra svo rosalega. Dóri sagði við hann að það myndi ekki takast að krækja rautt á sig en Siggi Braga misheyrðist það sem krækja augað úr sér.

Þeir sem þekkja Dóra vita að hann hefði aldrei sagt það sem Siggi hélt að hann hefði sagt. 

Freyr (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 14:16

4 identicon

Hver er tilgangurinn með þessu? búa til rifrildi?

þú segir að einhverjir krakkar hafi öskrað í gríð og erg á  Óskar Ármannsson "Quasimodo" og segir að "þið" Haukamenn mynduð ekki gera "svoleiðis" en sendir áhorfendum í Eyjum sjálfur "merkið fræga". Ég held að þú ættir að láta hlutlausari og skynsamari menn um þetta.

vona að fólk láti þetta sem vind um eyru þjóta

Hlutlaus (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband