Valsmenn í meistaradeildina

getImageVerð nú að óska mínum gömlu félögum til hamingju með að vera komnir áfram í meistaradeildinni. Þeir sigruðu Viking Malt örugglega í þessum tveimur leikjum. Það kom mér þó nokkuð á óvart hversu auðveldlega þeir unnu þessa leiki. Hélt að þetta lið væri sterkara.  Nú koma Valsmenn til með að leika á móti 3 mjög sterkum liðum. Ég tel að ef þeir ná einu stigi í þessum riðli þá er það góður árangur. Fram kúkaði á sig í fyrra sem var fínt. Valsmenn eiga eftir að finna fyrir því að vera í meistaradeildinni er hið mesta puð. Það var ekkert gert fyrir okkur í Haukunum þegar við spiluðum í þessari keppni og nú eiga Valsmenn eftir að finna fyrir því. Fyrir áramót verður strembið fyrir Val og eiga þeir eftir að tapa stigum í deildinni vegna mikils leikjaálags. Spurningin er svo hvernig þeir koma út úr þessu og hvort þeir verða með í baráttunni um Íslandsmeistaratitils í vor. Ég held að Valur verði í 4 sæti fyrir áramót en komi til með að blanda sér í baráttuna þegar líður að vori.

Annars verða þetta Haukar, Valur, Stjarnan, HK, Fram og Akureyri sem berjast um 4 efstu sætin í N1 deildinni.

FB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Waage

Blessaður Freyr.

Skemmtilegt að sjá hversu vel riti fær þú ert , ég var að leika mér aðeins og vildi sýna ykkur félögunum hvað ég hef verið að gera:

http://www.skallinn.blog.is/album/buningar/image/303538/

http://www.skallinn.blog.is/album/Lukkudyr/image/291101/

http://www.skallinn.blog.is/album/Lukkudyr/image/291198/

http://www.skallinn.blog.is/album/Lukkudyr/image/291130/

Skallinn

Jóhann Waage, 11.9.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband