8.9.2007 | 16:58
Haukar-HK=29-29
Í morgun var æfingaleikur gegn HK og fór hann fram í Digranesi. Við vorum með forustuna mest allan leikinn og staðan í hálfleik var 14-15 fyrir okkur. Í seinni hálfleik hrökk Gísli Guðmund í gang í markinu og við náðum mest 4 marka forustu. En svo kom slæmur kafli hjá okkur sem leiddi til þess að HK komst yfir 2 mörkum og þegar 2 mín voru eftir var staðan 27-29 fyrir HK en þá lokuðum við vörninni og Pétur "Hulk" Pálsson skoraði tvo og fiskaði svo víti um leið og leiktíma lauk. Beggi tók vítið en vippaði nokkuð örugglega yfir ramman og því jafntefli staðreynd. Kári og Gunnar Berg eru enn meiddir og voru því ekki með í dag ásamt Halldóri Ingólfs sem er meiddur í kálfa.
Núna fer að koma að fyrsta leik sem verður gegn Valsmönnum og fer hann fram að Hlíðarenda næsta laugardag.
P.s. missið ekki af myndbandi frá ferðinni í Danmerku en það kemur fljólega hér á heimsíðunni og þar verður til að mynda mörg skemmtileg svipbrigði frá ungum leikmönnum sem voru innlimaðir inn í meistaraflokkinn þarna úti. :)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
beggi hefði betur gert eins og Petr bara skjóta nógu fast ;) ... annars bíð ég spenntur eftir videoinu , alltaf gaman að sjá kjúlla þjást pínu :D
matti (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.