Hörkuleikur gegn Hammerby

Í dag spiluðum við gegn sænsku meisturunum Hammerby. Leikurinn byrjaði vel að okkar hálfu og vorum við yfir 4-3, en þá settu þeir í gírinn og komust í 7-4. Í fyrri hálfleik var munurinn ávallt 2-3 mörk og það fór svo að í hálfleik var staðan 14-16 Hammerby í vil. Í seinni hálfleik byrjuðum við illa og þeir komust í 19-14. Við héldum bara áfram okkar leik og náðum að saxa niður forskot þeirra hægt og sígandi og þegar 1 mín var eftir var staðan 31-32 og við náðum að spila okkur í gegn og jafna þegar um 20 sek voru eftir. Þeir tóku leikhlé og náðu að skora sigurmarkið þegar 8 sek voru eftir. Beggi náði þröngu skoti utan að kanti en það fór framhjá og 1 marks tap var staðreynd. 

Við spiluðum bara mjög vel á köflum í leiknum sem er jákvætt að því leiti að enn vantar okkur menn inn í liðið sem eru meiddir. S.b.r Kára, Gunnar Berg og Gísla markmann. Halldór spilaði ekki í dag var eitthvað tæpur í fæti. Hann sat því bara í stúkunni og leysti Sudoko gátur. :)

Markaskorara: Beggi 7/16, Freyr 6/9, Arnar Jón 6/10, Andri 5/8, Jón Karl 5/9 öll úr vítum, Gísli 1/2, Þröstur 1/1 og Pétur 1/1.

Magnús varði 10 bolta í rammanum og Finnbogi varði 4.

FB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband