1.9.2007 | 17:44
Tap gegn Sandefjord
Í dag spiluðum við gegn Sandefjord og til að gera langa sögu stutta þá fór þetta á versta veg. Við komum engan vegin tilbúnir og lentum strax undir 6-2. Í hálfleik var staðan 12-17. Í seinni hálfleik hélt hörmungin áfram og varð bara verri, við skoruðum aðeins 7 mörk og lokastaðan var 19-29. 14 tæknifeilar og hörmulega sóknarnýting varð okkur að falli í dag. það segir líka soldið að þegar 20 markamenn í síðasta leik skora ekki mark þá vinnum við ekki leiki.
Markaskorarar: Halldór 5/7, Beggi 4/10, Gísli 3/9, Freyr 3/3, Þröstur 2/3, Jón Karl 1/5, Addi P 1/1.
Maggi varði 14 skot og Finnbogi varði 2 þar af eitt víti.
Gunnar Berg var ekki með í dag. Hann meiddist á hendi og verður eitthvað frá. Kári og Gísli Guðmunds eru einnig enn meiddir.
Næsti leikur er gegn Hammerby á morgun kl. 14 að staðartíma. Þjálfari þeirra er Íslandsvinurinn Staffan Olsen.
P.s. Þeir Ásgeir Hallgrímsson og Vignir Svavarsson kíktu á okkur í dag í smá heimsókn.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið takið bara Staffan og hans drengi á morgun, hafið bara son minn í rammanum Maggi er orðinn svo gamall hef ég heyrt. Eini Formaðurinn í liðinu klárar þetta síðan í sókninni.
kv. B
Björn Viðar Björnsson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 20:08
svo get ég alltaf tekið næturflugið í DK ef ykkur vantar hjálp ;)
matti (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.