31.8.2007 | 21:41
Tap í fyrsta leiknum gegn Bjerringbro - Silkiborg
Í kvöld spiluðum við gegn heimaliðinu hér í Silkiborg. Leikurinn var mjög hraður og staðan í hálfleik var 19-18 okkur í vil. Í seinni hálfleik var sama upp á teninginn þar sem hraðinn var mikill. En eins og í leiknum gegn Skjern misstum við taktinn um miðjan hálfleikinn og þeir komust yfir 25-22. Þessi munur var út leikinn og loka staðan í leiknum var 37-34 fyrir heimamönnum.
Andri Stefna og Arnar Jón voru okkar bestu menn sóknarlega. Andri skoraði 11 úr 18 skotum og Arnar Jón skoraði 9 úr 12 skotum. Gísli Jón kom svo næstur með 4 mörk úr 5 skotum.
Magnús Sigmundsson varði 9 bolta og Finnbogi átti fína innkomu í fyrrihálfleik og varði 4 skot.
Næsti leikur er á morgun gegn Sandefjord kl. 15 að staðartíma sem er 13 að íslenskum tíma.
FB
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert mál að tapa smá í æfingarferð. Aðalmálið er að spila sig saman og keyra saman rétta ,,spiritið" fyrir alvöruna hérna heima.
Áfram Haukar!
Sigurjón Sigurðsson, 1.9.2007 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.