Ekki góður endir á góðu tímabili.

Það er ekki hægt að segja að haukamenn séu glaði í kvöld. Dottnir út úr úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Það má segja að fyrsti leikurinn hafi gefið tóninn í þessu einvígi og HK menn einfaldlega nýttu sér meðbyrin og voru einfaldlega betri og verðskulda að vera í úrslitum.

Tímabilið okkar í heild sinni er mjög gott og við náðum okkar markmiðum og meira til þannig að við getum ekki verið ósáttir. 3 titlar af 4 verður að teljast góður árangur, Deildarbikarmeistara, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar tímabilið 2011-2012. 

Ég vona að HK menn haldi áfram á sömu braut og bugist ekki þó svo að þeir mæti liði sem hafa aðeins meiri reynslu eftir að hafa barist um meistarartitilinn í fyrra.

Ég byrjaði minn ferill í HK og ég held með HK út þetta tímabil. 

Áfram HK.

FB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband