21.12.2011 | 01:01
Rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið.
Það verður að segjast eins og er að þessi sigur á mánudagskvöldið verður ekki sætari og það kom aldrei til greina annað en sigur og vilji okkar, metnaður og sigurvilji var meiri þetta kvöld.
Leikurinn var jafn og einkenndist af góðum varnaleik og fullt af sóknarmistökum. Staðan í hálfleik var 8-7 fh í vil og við búnir að tapa boltanum 7 sinnum, klúðra 4 dauðafærum sem fóru flest í stöng eða slá og markverðir okkar vörðu 2 bolta. Það var því alveg ljóst í hálfleik að við áttum mun meira inni. fh-ingar byrjuðu reyndar betur og skoruðu 2 fyrstu mörkin en í stöðunni 13-10 þeim í vil tók Aron Rafn við sér og hann ásamt varnaleik okkar varð til þess að þeir skoruðu einungins 3 mörk næstu 10 mín en við 11 mörk. Sanngjarn sigur vannst 21-16 og við förum með 5 stiga forskot inn í jóla/landsliðspásu. Næsti leikur í deildinni er ekki fyrr en 3.febrúar 2012.
Næsta verkefni hjá okkur er deildarbikarinn sem fram fer að Strandgötu 27.des og þar mætum við Fram í undanúrslitum. Ef við sigrum þann leik þá mætum við sigurvegurum úr leik fh og HK daginn eftir.
Haukakveðja Freyr B.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.