Komnir áfram í undanúrslit bikarsins

Í kvöld fórum við Haukamenn í heimsókn að Hlíðarenda og undirbúningur okkar var á þeim nótunum að þetta yrði jafn og spennandi leikur. En þessi leikur var aldrei spennandi því Valsmenn áttu engin svör við varnaleik okkar ásamt því að vörnin hjá þeim og markvarsla var enginn.

Undanfarnir leikir okkar við Valsmenn hafa yfirleitt ekki verið miklir markaleikir því bæði lið geta spilað góðan varnarleik og eiga á að skipa góðum markmönnum. En í kvöld var þetta einstefna og eftir að hafa leitt leikinn í hálfleik með 6 mörkum heldum við áfram í þeim seinni og keyrðum yfir þá. Lokatölur urðu 11 marka sigur 21-32.

 

stebbiStefán Rafn átti frábæran leik og spilaði eins og engill. Einnig var Tjörvi mjögtjorvi öflugur í fyrrihálfleik ásamt því að Birkir varði mjög vel. Varnalega spiluðum við 6-0 vörn þar sem Matti og Svenni gerðu ekki feilsspor allan leikinn. 

Undanúrslit eru staðreynd og þar getum við mætt Fram, fh/Grótta, ÍBV2/HK. 

Næsti leikur okkar er í deildinni gegn Akureyri fyrir norðan næsta fimmtudag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband