Sigur gegn Gróttu - Bikarleikur á morgun gegn Val.

Á fimmtudaginn síðastliðinn fengum við Gróttu í heimsókn. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta öruggur sigur 29-17 gegn slöku liði Gróttu. Gylfi var öflugur og skoraði 12 mörk og Birkir Ívar var flottur í markinu og tók meðal annars tvisvar dansspor inn í teignum.

Næst verkefni okkar Haukamanna er Eimskipsbikarinn 8 liða úrslit. Þar förum við í heimsókn að Hlíðarenda og mætum Valsmönnum. Valsmenn hafa verið á siglingu undanfarið og náðu nú síðast jafntefli gegn fh eftir að hafa verið undir 2 mörkum og 1 min eftir.  Leikir okkar gegn Val hafa ávallt verið hörkuleikir og verður þessi leikur örugglega engin undantekning. Valsmenn eru núverandi bikarmeistara og á heimavelli og við verðum að eiga okkar besta leik til að komast áfram. Þessi leikur verður sjónvarpaður í sjónvarpi okkar landsmanna en við vonum að Haukamenn sjái sér fært að mæta og styðja okkur til sigurs. 

Áfram Haukar.

p.s. leikurinn hefst kl.15:45.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband