16.5.2011 | 09:32
Upprifjun á tímabilinu + Lokahóf Hauka
Þá er þessu tímabili lokið og því við hæfi að fara aðeins yfir farin veg.
Tímabilið byrjaði vel með þar sem við unnum Hafnarfjarðarmótið og urðum í 2.sæti á Ragnarsmótinu. Því næst unnum við fyrsta og jafnframt eina titil tímabilsins þegar við lögðum Valsmenn um Meistararmeistarana. Þannig að við vorum allavegna ekki alveg titlalausir :)
Við tókum þátt í evrópukeppninni eins og undanfarin ár og þar unnum við ítalska liðið Conversano hér heima í tveimur leikjum. Fyrsti leikurinn fór 33-30 en seinni leikurinn var tekin með trompi 40 - 27. Næsti mótherji var svo þýska liðið Grosswallstadt og spiluðum við fyrsta leikinn á útivelli þar sem við áttum skínandi leik sem þó tapaðist 24-26. Í seinnileiknum hér heima áttum við aldrei möguleika og töpuðum við honum 17-28. Þess ber þó að taka fram að Gorsswallstadt er komið í úrslit keppninar.
Að deildinni hér heima þá vorum við allt of mistækir og unnum annan hvern leik. Komumst þó í undanúrslit deildarbikarsins þar sem við mættum einfaldlega illa undirbúnir og metnaðalausir til leiks gegn Akureyri en þeir rúlluðu okkur upp í þessum leik.
Bikarkeppnin kom þarna á milli og þar unnum við ibv b í vestmanneyjum en duttum svo út í 8 liða úrslitum gegn Fram í miklum spennuleik 31-32.
Það sem eftir var af mótinu þá héldum við áfram að spila undir getu og á endanum komumst við ekki í úrslitakeppnina.
Nú er bara undirbúningur hafin fyrir næsta tímabil og koma leikmenn úr 2.flokki til æfinga í þessari viku eftir að hampað Íslandsmeistaratitlinum annað ári í röð. Svo sannalega efniviður til staðar fyrir næsta vetur.
Síðasta laugardag var svo lokahóf okkar Haukamanna og þar fengu eftirfarandi einstaklingar verðlaun.
Í 2.flokki var mestu framfarir Stefán Rafn Sigurmannsson og Heimir Óli var valinn bestur.
Haukar í horni (stuðningsmanna félag Hauka) veitti honum Einari Erni Jónssyni verðlaun sem besti leikmaður að mati stuðningsmanna.
Tjörvi Þorgeirsson var valinn bjartasta vonin hjá meistaraflokki.
Freyr Brynjarsson var svo valinn besti leikmaðurinn í meistaraflokki.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.