8.11.2010 | 00:15
Sigur gegn Selfoss - leikjatörn framundan.
Í gær mættu Selfyssingar í heimsókn að Ásvöllum þar sem við fórum með sigur á hólmi 31-26. Leikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 10-10 settum við allt á fullt og nýttum okkur tæknifeilana hjá þeim. Við skoruðum næstu 6 mörkin og leiddum 16-11 í hálfleik. Í seinnihálfleik var jafnræði með liðunum en við náðum þó á tímabili 8 marka forustu. Selfyssingar eru ekki vanir að leggja upp laupana en á endanum þá áttu allt of margir lykilleikmenn þeirra lélegan dag og við sóttum 2 stig nokkuð auðveldlega. Þetta var flottur sigur fyrir okkur eftir að hafa tapað gegn Akureyri fyrir norðan rétt fyrir landsliðspásuna. Núna erum við með 6 stig eftir 5 leiki og deilum 3 sætinu með HK og fh.
Í þessum mánuði komum við til með að spila 7 leik með þessum leik gegn Selfossi. Þannig að nú tekur við stíft prógram hjá okkur Haukamönnum og það er eins gott að við séum klárir og vel undirbúnir líkamlega sem og andlega.
Næstu leikir: HK-Haukar 11.nóv, ÍBV 2 - Haukar 13.nóv(bikar),Haukar - Fram 17.nóv, Grosswallstadt - Haukar 20.nóv, Haukar - Valur 24.nóv, Haukar - Grosswallstadt 27.nóv. Svo er fh - Haukar 2.des.
Þannig að í raun eru þetta 7 leikir á 3 vikum.!!!!
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.