11.10.2010 | 18:00
Þannig fór um sjóferð þá.
Það var ekki til fyrirmyndar hvernig við spiluðum gegn fh á laugardaginn síðastliðinn. Við vorum engavegin tilbúnir í verkefnið og sátum eftir með sárt ennið. Við byrjuðum leikinn illa og lentum undir 8-3 en við komum til baka og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé. Í seinni hálfleik var eins og við hefðum ekki áttað okkur á að það væri leikur í gangi hvað þá að við værum að spila við fimleikafélagið. Sóknarleikurinn var slakur og við gerðum okkur seka um fjöldan allann af tæknifeilum sem varð til þess að þeir náðu 1 og 2.tempó mörkum á okkur. Áður en við vissum af þá var staðan orðin 19-12 þeim í vil. Við náðum aldrei að elta þá uppi að einhverju viti og því fór sem fór.
Þetta er auðvitað slæmt og ég tala nú ekki um að gera svona upp á bak gegn fh. En við höfum séð svona áður, því á síðastliðnum árum höfum við einmitt átt einn svona leik á hverju ári. Í fyrra var það leikurinn gegn HK, árið þar áður var það leikur gegn Val og svo árið á undan því var það leikur gegn Fram sem tapaðist með 7 mörkum á heimavelli. Við lærum bara af þessari reynslu og komum enn sterkari til leiks í næstu umferð. Næsti leikur verður mjög erfiður en þar mætum við Aftureldingu á heimavelli þeirra. Við munum taka þessum leik sem viðvörun og mæta tilbúnir til leiks, bæði í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik leikjanna í vetur.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.