Þannig fór um sjóferð þá.

Það var ekki til fyrirmyndar hvernig við spiluðum gegn fh á laugardaginn síðastliðinn. Við vorum engavegin tilbúnir í verkefnið og sátum eftir með sárt ennið.  Við byrjuðum leikinn illa og lentum undir 8-3 en við komum til baka og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé. Í seinni hálfleik var eins og við hefðum ekki áttað okkur á að það væri leikur í gangi hvað þá að við værum að spila við fimleikafélagið. Sóknarleikurinn var slakur og við gerðum okkur seka um fjöldan allann af tæknifeilum sem varð til þess að þeir náðu 1 og 2.tempó mörkum á okkur. Áður en við vissum af þá var staðan orðin 19-12 þeim í vil. Við náðum aldrei að elta þá uppi að einhverju viti og því fór sem fór.

Þetta er auðvitað slæmt og ég tala nú ekki um að gera svona upp á bak gegn fh. En við höfum séð svona áður, því á síðastliðnum árum höfum við einmitt átt einn svona leik á hverju ári. Í fyrra var það leikurinn gegn HK, árið þar áður var það leikur gegn Val og svo árið á undan því var það leikur gegn Fram sem tapaðist með 7 mörkum á heimavelli. Við lærum bara af þessari reynslu og komum enn sterkari til leiks í næstu umferð. Næsti leikur verður mjög erfiður en þar mætum við Aftureldingu á heimavelli þeirra. Við munum taka þessum leik sem viðvörun og mæta tilbúnir til leiks, bæði í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik leikjanna í vetur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband