Conversano lagðir - Næst er það 32-liða úrslit

Um helgina tókum við á móti liði Conversano frá Ítalíu. Fyrri leikurinn var nokkuð jafn en við náðum frumkvæði rétt fyrir lok fyrrihálfleiks eftir að hafa verið undir 10-5 á tíma. Staðan í hálfleik var 16-13. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum og endaði leikurinn svo með sigri okkar Haukamanna 33-30.

Í seinni leiknum á sunnudeginum höfðum við frumkvæði allan leikinn og leiddum 17-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldum við áfram að þjarma að þeim með hraðupphlaupum og góðri vörn. Þegar við svo náðum 5 marka forustu um miðjan seinnihálfleik var eins og þeir hefðu gefist upp og við unnum svo öruggan 13 marka sigur 40-27. 

Næsta verkefni í evrópukeppninni verður í nóvember og ræðst það ekki fyrr en 12.október hvaða lið við fáum. Lið sem við getum fengið eru t.d. Zaparothcia frá Úkraínu (hætti handboltaiðkun ef ég þarf að fara þangað aftur), Goppingen frá þýskalandi, Ivry frá Frakklandi og svo eru líka nokkur lið frá Rússlandi sem við myndum alveg vilja sleppa við. En þetta ræðst eftir viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband