Fyrsta æfingamótinu lokið

Þá er fyrsta æfingamóti ársins lokið. Við Haukamenn fórum austur á Selfoss og spiluðum í hinu árlega Ragnarsmóti. Við vorum í riðli með Val og Fram en þá leiki unnum við nokkuð sannfærandi. Fram unnum við 31-24 og Val unnum við 23-17. Við spiluðum því til úrslita við heimamenn sem unnu einnig sína leiki gegn HK og fh. Til að gera langa sögu stutta þá töpuðum við þessum úrslitaleik 32-30. Selfoss eru með fínt lið og eiga klárlega eftir að gera fína hluti í vetur ef þeir sleppa við meiðsli. Nánari umfjöllun er hægt að nálgast á sport.is eða hér.

Við vorum að spila nokkuð vel í fyrstu tveimur leikjunum en gerðum okkur seka um allt of mörg mistök bæði varnalega og sóknarlega í úrslitaleiknum. 

Freyr fékk verðlaun sem besti varnarmaður mótsins. ( Þulurinn sagði reyndar varnarmaður ársins, og ætla ég að taka því :)

Næsta æfingamót er Hafnarfjarðarmótið 16-18.september næstkomandi. Þar taka þátt Haukar, fh, Valur og Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband