31.8.2010 | 21:59
Ragnarsmótið hefst á morgun
Þá er loksins farið að styttast í að íslandsmótið hefjist. Þó eru um mánuður í fyrsta leik en á morgun byrjum við að spila alvöru leiki þegar Ragnarsmótið hefst. Auk okkar þá eru það Fram, Valur, HK, FH og Selfoss sem taka þátt. Við eigum fyrsta leik við Fram annað kvöld kl.20.
September mánuður verður nokkuð þéttur en auk þess að spila í þessu móti spilum við í Hafnarfjarðarmótinu um miðjan mánuðinn ásamt því að spila við Val í meistara meistarana.
Til gamans má geta að við mætum Valsmönnum 4 sinnum í september mánuði. Fyrst í Ragnarsmótinu svo í Hafnarfjarðarmótinu, því næst í meistarar meistaranna og að lokum eigum við fyrsta leik í deild 30.sept.
Að lokum ætla ég að setja hér inn mynd af fyrrverandi þjálfara okkar honum Aroni Kristjánssyni. Hann var ekki lengi að láta heyra í sér í þýsku deildinni og því miður fyrir hann þá gleymdi hann að skrá sig formlega úr sektarsjóð Haukamanna og því fær hann sendan gíróseðill með upphæðinni sem ber að greiða þegar menn fá gult fyrir kjaft. ;)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 163448
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.