Æfingaferð til Sverge 18-22.ágúst

Á miðvikudaginn förum við Haukamenn í æfingaferð til Svíþjóðar þar sem við tökum þátt í 4 liða móti. Mótherjar okkar eru heimaliðið GUIF, Emperor Rostock frá Þýskalandi og Haslum frá Noregi.

sveinn þorgNú erum við búnir að vera æfa í tvær vikur og eru menn að koma misvel undan sumri. Einn nýr leikmaður hefur bæst í hópinn en það er Sveinn Þorgeirsson en hann komaþorkell m frá Víking. Einnig er "gamall - nýr" byrjaður aftur eftir 6 ára hlé. En það er Þorkell Magnússon hin eiturknái. Hann er í toppformi karlinn og náði öðrum besta árangri í píptesti hjá okkur þar sem hann náði 14,7.(Einar Pétur 15,8) Svo eru nokkrir kjúklingar byrjaðir að banka á dyrnar,  þannig að þó svo að við höfum misst 3 úr byrjunarliðinu fyrir þetta tímabil (Begga, Pétur og Ella) þá kemur bara maður í manns stað. 

Það hefur orðið ótrúlega mannabreyting á Haukunum síðustu 2 árin. En eins og fyrr segir þá fóru Beggi, Pétur og Elli frá okkur fyrir þetta tímabil en árið áður fóru Andri Stefan, Arnar P, Arnar Jón og Kári Kristján. 

Meiðsli: Það eru allir heilir hjá okkur nema Gunnar Berg. Hann þarf að fara í aðgerð og óvíst hvenær hann verður leikfær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband