HSÍ hófið 2010

Í gærkvöldi fór fram HSÍ hófið og þar voru leikmenn verðlaunaðir fyrir veturinn. Við Haukamenn áttum þó nokkuð af verðlaunahöfum.

Hjá konunum áttum við eina skellibjöllu sem var í liði ársins og valinn Handknattleikskona ársins en það var hún Hanna Guðrún Stefánsdóttir. beggi

peturÍ liði ársins áttum við tvo leikmenn í karlaflokki, þá Pétur Pálsson og Sigurberg.

Besti varnarmaðurinn var valinn Gunnar Berg Viktorsson. En Þar voru tilnefndir, Gunnar Berg, Einar Örn og Ingvar Árnason Val.

Besti markmaður deildarinnar var valinn Birkir Ívar Guðmundsson en aðrir tilnefndir voru Hlynur úr Val og Sveinbjörn frá HK. birkir

Þegar kom að vali efnilegasta leikmanns deildarinnar þá var Aron Rafn Eðvarsson tilnefndur en fékk það ekki að þessu sinni. 

gunnarSigurbergur var tilnefndur sem handknattleiksmaður ársins en vann ekki að þessu sinni.

Sigurbergur  og Björgvin voru tilnefndir sem besta sóknarmaðurinn en fengu það ekki að þessu sinni.

Gunnar Berg og Freyr voru tilnefndir til Valdimarsbikarsins en fengu hann ekki að þessu sinni.

Að lokum kom svo valið um þjálfar ársins 2010. Einhverjir myndu fyrirfram halda að Aron KristjanssonAron ætti þessi verðlaun skuldlaust. En nei hann var tilnefndur en ekki valinn. Maður verður að spyrja sig hvernig svona getur gerst. Með fullri virðingu fyrir vinningshafa þá vann hann ekkert í ár á meðan Aron vann alla titla sem í boði voru og gerði það með mikið breytt lið frá því í fyrra. Kannski erum við bara sjálfþjálfandi lið og þurfum engan þjálfara!!!:) Nei hann á sko þessi verðlaun skilið og að mínu mati hefði HSÍ átt að taka í taumana þegar sumir þjálfarar deildarinnar geta ekki kosið án þess að láta afbriðisemi sína koma í ljós. 

 Það vita allir sem vita eitthvað um handbolta að Aron er þjálfari ársins og í raun þarf hann ekki eitthverja glerstyttu sem á stendur "besti þjálfarinn". 4 titlar af 4 mögulegum segir allt sem segja þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband