Komnir í úrslit annað árið í röð.

birkir ivarÍ kvöld gerðum við góð ferð í Digranesið og unnum baráttu sigur gegn sterku varnaliði. Við vorum einnig öflugir í vörninni en bæði lið áttu mjög erfitt sóknarlega. Við náðum fljótlega forskoti 3-1 og 8-5. Markmenn liðana voru báðir öflugir og tóku þeir ófá skot. HK spilaði góða 6-0 vörn og áttum við í erfiðleikum með hana. Staðan í hálfleik var svipuðu og í fyrsta leik eða 2 mörk í plús okkur í vil, 11-9. Í seinni hálfleik byrjuðum við betur og komumst í 14-10 og svo 18-13 en þá tóku HK leikhlé. Við duttum í gryfjuna sem hefur nokkrum sinnum hent okkur að slaka á og hætta að sækja á markið. Þeir gengu á lagið og jöfnuðu leikinn 19-19 alveg eins og í fyrsta leik liðanna. En við ætluðum okkur sigur og skoruðum næstu tvo og gerðum út um leikinn. Birkir Ívar var okkar besti maður og vörnin var þétt megin hlutann af leiknum, en sóknarleikurinn og nýting á dauðafærum var vægast sagt slakur. Með þessum sigri fengum við kærkomið frí og getum undirbúið okkur fyrir úrslitaviðureignina sem verður gegn Val eða Akureyri. Akureyri vann Val í fyrsta leik en Valsmenn svöruðu fyrir sig og tóku leikinn fyrir norðan. Þessi lið þurfa því að spila úrslitaleik á mánudaginn að Hlíðarenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband