5.4.2010 | 23:52
Öruggur sigur í kvöld
Menn komu ákveðnir til leiks í kvöld þegar Stjarnan mætti í heimsókn að Ásvelli. Við höfðum tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni gegn liðum sem voru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan er í harðri baráttu um að halda sér uppi og í raun kemur þetta tap lítið niðrá þeim, því þeir eiga að spila við Fram í næstu umferð og er það algjör úrslitaleikur um hvort liðið heldur sér uppi. Það lið sem tapar þeim leik fellur beint niður í 1.deildina.
En að leiknum okkar þá náðum við fljótt forskoti og héldum því það sem eftir var af leiks. Staðan í hálfleik var 18-12 okkur í vil. Í seinni hálfleik byrjuðu Stjörnumenn betur og minnkuðu muninn í 4 mörk en nær komust þeir ekki. Loka staðan í leiknum var svo 12 marka sigur 35-23.
Fyrir síðustu umferðina erum við Haukarnir, Valur og HK örugg með sæti í úrslitakeppninni. FH og Akureyri keppast svo um síðasta sætið. FH á leik við HK í síðustu umferðinni og verða að sigra hann. En um leið verða FH-ingar að treysta á stóra bróður í Hafnarfirði þegar Haukar taka á móti Akureyri á sama tíma. Ef Akureyri gerir jafntefli eða sigrar eru þeir öruggir áfram í úrslitakeppnina og FH-ingar sitja þá eftir annað árið í röð.
Markaskor hjá okkur: Sigurbergur 7/10, Þórður Rafn 6/7, Einar Örn 6/8, Freyr 5/5, Björgvin 4/8, Pétur 3/3, Tjörvi 1/1, Heimir Óli 1/1, Gísli Jón 1/2, Guðmundur 1/3.
Aron Rafn var öflugur og varði 24 bolta.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.