31.3.2010 | 22:38
Deildarmeistarar 2010
Þá er það ljóst að við erum deildarmeistarar 2010 þó svo að við höfum tapað tveimur leikjum í röð. Man ekki eftir hvenær það gerðist síðast að við Haukamenn töpuðum tveimur í röð. Alla vegna ekki undir leiðsögn Arons það er ljóst.
Í kvöld ætluð menn að koma betur undirbúnir til leiks en við gerðum í leiknum gegn Val á heimavelli. Við náðum fljótt yfirhöndinni 8-4 og 11-7 en sóknin hjá okkur var ekki nógu markviss og HK menn gengu á lagið og jöfnuðu fyrir hlé 11-11. Í seinni hálfleik leiddum við leikinn 18-17 þegar um 15 mín voru eftir. En þá kom slæmur kafli aftur sóknarlega og HK kláruðu leikinn örugglega í lokinn. Við erum ekki að spila vel sóknarlega í undanförnum leikjum og betur má ef duga skal. Eftir bikarúrslitaleikinn höfum við gert okkur seka um að slaka á, meðan önnur lið eru að berjast fyrir lífi sínu og að komast í úrslitakeppnina. Ef við ætlum okkur að taka Íslandsmeistaratitilinn þá verðum við að spila betur sem lið og greddan og sigurhugsunin verður að vera til staðar.
Markaskor: Freyr 8/8, Beggi 7/11,Heimir 3/4, Elli 2/4, Bjöggi 1/2 og Tjörvi 1/2.
Birkir varði einhverja 17 bolta.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.