23.3.2010 | 00:19
Góður sigur gegn Fram í kvöld
Við mættum til leiks með það í huga að framarar hafa á að skipa sterkum mannskap og hafa verið að ná sigrum í síðustu 3 leikjum. Þeir hafa unnið síðustu 3 leiki með einu marki. Við byrjuðum leikinn betur og vorum yfir nær allan leikinn en þeir náðu nokkrum sinnum að jafna leikinn. Það lág allt inni hjá þeim en markvarslan hjá okkur var lítil sem engin í fyrrihálfleik. Við fengum á okkur 18 mörk en að sama skapi þá skoruðum við 18. Í seinni hálfleik byrjuðum við eins og þann fyrri og náðum nokkrum mörkum í forskot. En framarar komu til baka og jöfnuðu leikinn 24-24 og 31-31. Við náðum að halda haus og skoruðum næstu 2 mörkin og þá var lítill tími eftir fyrir þá að jafna. Sigur 33-32 og 6 stiga forskot staðreynd í deildinni. Við þurfum tvo sigra í viðbót til að klára deildarmeistaratitilinn en ef Akureyri misstígur sig þá þurfum við einungis einn sigur í síðustu 4 leikjunum. En að sjálfsögðu ætlum við að klára alla þessa leiki og komum til með að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að klára þá. Næsti leikur er gegn Val en þeir eru komnir á skrið aftur eftir að hafa tapað nokkrum í röð. Þeir eru í harðri baráttu við FH og HK um 4 sætið í deildinni og um leið að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni. Þeir koma áræðanlega tilbúnir til leiks og það er okkar að sína okkar besta leik ef við ætlum okkur sigur á fimmtudaginn.
Í leiknum í dag var Sigurbergur markahæstur með 9 mörk og samkvæmt sport.is ætti hann að vera á listamannalaunum miðað við frammistöðu hans í fyrri hálfleik.
Við hinir sem eigum ekki skilið listamannalaun þá var skorið okkar eftirfarandi:
Freyr 6, Einar Örn 4, Guðmundur 4, Elli 3, Bjöggi 3, Pétur 2 og Jónatan 2.
Birkir meiddist í upphitun og spilaði lítið. Aron kom inn og varði vel í seinni hálfleik og endaði með um 15 varða bolta.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.