Grótta í heimsókn annað kvöld

Annað kvöld mæta Gróttumenn í heimsókn með nýjan þjálfara. Allir ættu að vera inní fjaðrafokinu í kringum fyrrverandi þjálfara og næsta þjálfara okkar haukamanna. Gróttumenn eru með öflugt lið sem byggir á reynslu og góðum leikmönnum. Gaman er að sjá Geir Sveins aftur í boltanum en þar fer mjög hæfur þjálfari á ferð, að mínu mati. Hann mun án efa gefa liðinu það búst sem það þarf til að halda sér í deildinni. Við verðum að koma ákveðnir til leiks og spila okkar bolta því næsta lið er 4 stigum á eftir okkur. 

Þessi lið hafa mæst tvisvar áður og höfum við farið með sigur í bæði skiptin. Báðir leikirnir réðust ekki fyrr en í lok leiks. Í síðasta leik á Nesinu unnum við baráttu sigur eftir að hafa verið undir mest allan leikinn. 

P.s. gaman er að sjá og frétta hvað margir fh-ingar eru að lesa þessa síðu :) Held að það hafi verið met innlit í síðustu viku þegar um 1000 manns litu við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband