11.3.2010 | 22:46
Tap
Það liggur þoka yfir Hafnarfirði í kvöld og ástæðan er sú að við brugðumst stuðningsmönnum okkar þegar við mættum ekki til leiks í kvöld.
Heimamenn byrjuðu betur og vorum við nokkurn tíma að koma okkur í gang. Við komumst einu sinni yfir í leiknum og það var í stöðunni 5-4. Eftir það vorum við að elta allan tímann. Þeir fengu allt of mörg hraðupphlaup úr 1. og 2. tempói ásamt því að þegar markmenn okkar vörðu og boltinn kom út aftur þá náðu þeir fráköstunum í nánast öll skiptin. Við skutum illa á markið og margir af boltunum fóru hreinlega framhjá markinu. Þegar við svo vorum einum fleiri nýttum við okkur það mjög illa. 6 marka tap er staðreynd sem erfitt er að kyngja.
Við komum hreinlega illa stemmdir og hungrið í sigur var meira hjá þeim en okkur. Við vitum að þegar við töpum gegn þessu liði eins og kom fyrir í fyrra 2 sinnum þá voru það stuðningsmenn okkar sem fengu illa meðferð frá einstaklingum, sem kunna sig greinilega ekki þegar þeir loks vinna okkur. Maður heyrði af einelti í skólum og skítkasti í átt að haukamönnum. Við getum ekki leyft okkur að koma værukærir í svona leiki þó svo að við höfum nokkra stiga forskot í deildinni. Við viljum því biðja stuðningsmenn fyrsts og fremst afsökunar á þessari frammistöðu og við LOFUM að við gerum betur næst þegar þessi lið mætast.
Kv. fyrir hönd liðsins FB.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.