Sigur á Gróttu - Mottumars heldur áfram

Það var farið af stað með það markmið að ná 6 stiga forskoti í deildinni þegar við fórum í heimsókn á Seltjarnarnesið. Gróttu menn eru með marga góða Haukamenn og nokkra Valsara einnig og því ekkert í boði að vera með eitthvað vanmat. Leikurinn byrjaði rólega og vorum við yfir meirihlutann af fyrrihálfleik en svo kom slæmur kafli í lokinn og þeir voru yfir 11-9 í hálfleik. Sóknarleikurinn hjá okkur var hugmyndasnauður og menn að skjóta illa á markið. Í seinni hálfleik héldu Gróttumenn forskoti og náðu að komast 3 mörkum yfir 14-11. En þá fórum við í gang og nýttum okkur það að Gróttumenn létu henda sér útaf í 2 mín nokkrum sinnum í röð. Þeir reyndar gerðu vel í upphafi með því að setja aukamann inná í staðinn fyrir markmanninn og skoruðu 2 góð mörk þannig en svo náðum við að keyra upp hraðann og skora mörg ódýr hraðupphlaupsmörk. Að lokum vannst góður sigur 25-22.

Gaman var að sjá Gróttumenn marga hverja vera safna mottu til að auka vitund karlmanna á að láta athuga sig fyrir krabbameini. Við erum einnig nokkrir í Haukunum sem tökum þátt. Því miður var ekki hægt að stofna hóp sérstaklega fyrir m.fl. Hauka í handbolta. Ástæðan er sú að mjög margir af leikmönnum Hauka vex ekki strá á vör vegna aldurs og þeir eldri segja eins og Addi P " það vex ekki hár á stáli". Þannig að við erum bara örfáir sem tökum þátt í þessu og erum að safna fyrir hönd HSÍ. Þeir sem taka þátt í þessu hjá okkur eru Freyr Brynjarsson, Pétur Pálsson og Guðmundur Árni. 

Við viljum biðja alla um að styrkja þetta framtak krabbameins sambands íslands og leggja áheiti á okkur á heimasíðunni : http://www.karlmennogkrabbamein.is/keppnin/keppandi?cid=55

Við erum búin að fá vilyrði fyrir áheitum hjá einum Haukamanni að nafni Hermanni Þórðarsyni. Hann ætlar að setja 1000 krónur á hvern unnin leik í mars hjá okkur Haukunum. Hermann fær klapp á bakið fyrir þennan frábæra stuðning.

Kv. FB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband