Betri leikur í kvöld - Heimferð í hættu.

tjorviÞað var allt annað að sjá til okkar í kvöld og það má segja að við girtum okkur í brók. Við spiluðum 5-1 vörn og vorum þéttir fyrir. Staðan í hálfleik var 11-10 okkur í vil og við vorum ekki með dómarana með okkur. Tjörvi kom mjög sterkur inn í fyrrihálfleik og skoraði sín 4 mörk þar og stjórnaði sóknarleiknum vel. Í seinni hálfleik var jafnt á öllum tölum en spánverjarnir náðu að komast yfir þegar um 40 sek voru eftir. Við vorum einum fleiri og tókum leikhlé þegar 12 sek voru eftir. Dómarar leiksins flautuðu fríkast þegar Beggi var að fara senda á Einar niðrí horni og manni fannst þeir ætla sér að gera allt til að láta spánverjana vinna þennan leik sem og þeim tókst. Við náðum ekki skoti áður en tíminn rann út. Fínn leikur varnalega hjá okkur en við getum gert betur sóknarlega. Fórum með allt of mörg dauðafæri í leiknum og varð það okkur að falli hér í kvöld.

Markahæstir hjá okkur voru; Freyr 4, Tjörvi 4, Elli 3, Pétur 3, Bjöggi 3, Stebbi 2, Gunni 1, Einar 2, Beggi 1, Gummi 1.

Birkir varði 8 og Aron 6. 

Nú er komin sú hætta upp að við gætum verið fastir í London á morgun vegna fyrirhugaðs verkfalls flugvirkja hjá Island Air. Vonum að það gerist ekki. Næsti leikur hjá okkur er Bikarúrslit næstkomandi laugardag og undirbúningur hefst á morgun. Í kvöld verður slappað af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband