Leikur 1 og spurningakeppnin " Veist ekki neitt"

Góða kvöldið, ekki er hægt að vera ánægður með leikinn hjá okkur í kvöld en við mættum einfaldlega ekki til leiks og náðu þeir fljótt yfirhöndinni og endaði leikurinn með 10 marka tapi. Beggi skoraði 12 og þar af 5 úr vítum. Birkir og Aron Rafn voru fínir í rammanum. Við spilum aftur við þá á morgun og þá er eins gott að við girðum okkur í brók.

En að öðru skemmtilegri hlut þá var haldin spurningakeppni þar sem tveir og tveir mynduðu lið saman. Spurðar voru 20 spurningar og áttu liðin að skrifa niður svörin. Skemmst er frá því að segja að Tjörvi og Hörður unnu örugglega og voru með 17 rétt af 20. Aron og Óskar voru í öðru sæti með 12 rétt svör og í 3 sæti voru ríkjandi meistarar Einar Örn og Pétur Pálsson með 11 rétt svör. Læt það eiga sig að skrifa hvernig öðrum liðum gekk en þið megið endilega giska á hverja þið teljið hafa rekið lestina.?
 
Liðin voru eftirfarandi:
Aron - Óskar
Tjörvi - Hörður Davíð
Birkir - Heimir
Gunnar - Stefán Rafn
Einar - Pétur
Elli - Tóti
Rúnar(sjúkró) - Tjörvi
Björgvin - Jónatan
Sigurbergur - Aron Rafn
Gísli Jón - Guðmundur
Spyrill og höfundur: Freyr Brynjarsson

Dæmi um spurningar:
Hvert er milli nafn Ólafs Stefánsson?
Hvað heitir kvenkyns geit?
Hvar verða Ólympíuleikarnir haldnir 2016?
Hvernig er Barbavænn á litinn?
Hvað hét viskugyðja Grikkja?
Hvar er minnsta bein líkamans staðsett?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband