19.2.2010 | 19:13
Viðburðaríkur dagur á Spáni
Góða kvöldið.
Þessi dagur hefur boðið upp á þó nokkrar uppákomur og fyrst er að nefna formann handknattleiksdeildarinnar Þorvarð Tjörva. Mæting var í morgunmat kl.9:30 og ekkert bólaði á formanninum. Menn hlógu mikið sérstaklega eftir að hann hafði talað mikið um að menn þyrftu að vera á staðnum kl.9:30. Eftir morgunmat fóru menn upp í herbergi og biðu eftir skipulagðri skoðunarferð. Allir voru mættir kl.10:30 þegar átti að fara nema formaðurinn. Þjálfarinn hringdi þá í Tjörva og þá hafði hann gleymt að stilla vekjaraklukkuna og var en á Íslenskum tíma. Ákveðið var að skilja hann eftir þar sem hann var ný vaknaður. Ekki hlógu menn minna í þetta skiptið og sektarsjóðurinn dafnaði vel við þetta.
Stefán Rafn er samur við sig í þessum ferðum og í þetta skiptið var hann að fá sér brauð í morgunmatnum og var að skera það í sundur en það vildi ekki betur til en að hann skar sig í puttann. Hann gekk að sjúkraþjálfaranum honum Rúnari eftir að hafa sett pappír á puttann og spurði hann " Hvað á ég að gera"?.
Einnig villtist Stefán Rafn þegar við vorum í skoðunarferð í víngerð og leiddi meirihlutan af hópunum einhverja tóma vilteysu. Reyndar verður Birkir Ívar að taka þetta á sig þar sem hann elti Stefán og leyfði honum að leiða hópinn.
Það er spurning um að Stefán fái að taka með sér foreldra sína í næstu ferð en þeir Heimir Óli og Guðmundur Árni nýttu sér það í þessari ferð og tóku foreldra með og hafa þeir hagað sér með sóma.
Við fórum á æfingu í dag og leit höllinn bara mjög vel út en þó var mjög kalt inn í höllinni á meðan æfingu stóð. Birkir Ívar vann sér inn í fyrsta skiptið á sínum ferli að vera fyndnasti maður á æfingu. Óska honum til hamingju með þennan heiður. Hélt reyndar að hann myndi aldrei ná þessu heiðri.
Á morgun verðu stutt æfing í fyrramálið svo leikur um kvöldið. Stefnt er að hafa spurningakeppnina "Veistu ekki neitt" Spurningakeppni hálfvitana. Þar verða tveir og tveir saman í liði, nánar verður fjallað um hverjir eru saman í liði og hver úrslit verða á morgun.
Kv. FB
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.