Loks mættir til Logrono

stebbiEftir langt ferðalag eru við komnir upp á hótel herbergin okkar hér á Hotel Ciudad de Logrono. Lagt var af stað frá Ásvöllum kl.6:30  og flogið svo til London. Þar þurftum við að bíða í 5 tíma á Terminal 3 sem var svo sem heimiroliallt í lagi þar sem fæstir af okkur höfðum verið þar áður. Venjulega eru Íslendingar á Terminal 1 eða 2. Menn fundu þar TGI Fridays öllum til mikillar ánægju. Stebbi og Heimir fengu litabækur á meðan beðið var eftir matnum og brostu þeir allan hringin það sem eftir var af ferðinni.  Flogið var svo til Bilbao og tók það 2 klukkutíma. Rútuferðin á hótelið tók svo aðra 2 tíma. 

Nú eru menn bara að koma sér fyrir og einhverjir tóku rúnt í kringum hótelið til að tjékka á aðstæðum. Elías Már liggur hér hliðiná mér komin í einhverjar ljótustu náttbuxur sem sögur fara af og heldur því fram að þær séu þær elliþægilegustu sunnan Alpafjallana.Leyfi honum að njóta vafans.

Næst á dagskrá er skoðunarferð kl. 10 í fyrramálið en við eigum svo fyrsta leik á laugardaginn kl.20 að staðartíma sem er 19 heima.

Kv. FB

 

P.s. Jónatan þú átt ekki von á góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband