13.2.2010 | 20:18
Bikarúrslit 27.febrúar : Check
Í dag mættu HK menn massívri vörn sem gaf engin færi á sér. Við náðum fljótlega 4 marka forustu 4-0 og þeir skoruðu sitt fyrsta mark eftir 12 mín úr víti. Við náðum svo 7 marka forskoti áður en þeir skoruðu sitt annað mark. Staðan var svo 13-7 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldum við áfram að spila fanta vörn og þeir áttu fá svör við henni. HK náði að minnka muninn í 4 mörk en nær komust þeir ekki og unnum við öruggan sigur í dag sem skilaði okkur sæti í Laugardals höllinni 27.febrúar næstkomandi.
Næsti leikur er einmitt gegn HK þá í deildinni. Fer hann fram miðvikudaginn næsta og verður það án efa erfiður leikur en þegar svona gerist að lið spila í bikar og deild back to back þá vinnur "oftar" en ekki liðið sem tapaði fyrsta leiknum. Við ætlum að sjálfsögðu að vinna bug á þessari "hefð" þegar HK koma í heimsókn á Ásvelli. Eftir þann leik förum við Haukamenn til spánar strax daginn eftir.
Liðið vann sem ein heild í dag og þurfa lið að byrja á því að vinna bug á vörn okkar til að vinna okkur. Sóknarlega steig Beggi upp eftir nokkra leiki í lægð og slökkti í HK mönnum í fyrrihálfleik. Bjöggi skoraði nokkur mikilvæg mörk og voru 4 af 5 mörkum hans skoruð þegar hendin var komin upp. Elli var einnig drjúgur og setti 5 mörk. Birkir stóð allan tímann í rammanum og varði 18 bolta. En eins og fyrr segir þá var þetta sigur liðsheildarinnar og voru allir að skila sínu í dag sem skilaði okkur sæti í úrslitum.
Áfram Haukar.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 163320
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.