9.2.2010 | 00:01
Leikir vinnast ekki í ljósabekkjum og á internetinu!
Þetta er búið að vera stórkostlegt kvöld fyrir okkur Haukamenn eftir þennan mikla vinnu sigur á hinu liðinu í Hafnarfirði. Liðsheildin hjá okkur var enn og aftur lykilinn af sigri og "Gildin" okkar eru svo sannalega að nýtast okkur vel.
Það kom ekkert annað til greina en að sigra í kvöld og ef það vantaði eitthvað upp á til að kveikja á okkur þá sá heimasíða fimleikafélagsins um það. Eins og Biblían segir: Ok 29:23 "Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.“"
En aftur að leiknum þá byrjuðu fh-ingar betur og var Pálmar í landsliðsklassa á tímabili. Hann varði hvert dauðafærið á fætur öðru en samt sem áður náðu þeir ekki neinu almennilegu forskoti. Í stöðunni 12-10 unnum við boltan einum færri og minnkuðum muninn í eitt eftir að fh hafði náð mest 3 marka forskoti 9-6. Þeir skoruðu svo en við náðum að minnka muninn aftur í eitt mark rétt áður en flautað var til hálfleiks en þá nýttum við okkur kerfið hans Dags Sig og Austurríka landsliðsins og tókum markmanninn útaf. Elli og Gummi leystu inn og Beggi kom á fluginu inn hægra megin og skoraði með sirkusmarki eftir sendingu frá Frey. Staðan var því 13-12 í hálfleik.
Í seinni hálfleik byrjuðum við betur og komumst í 14-13 og svo 16-15. Fh svaraði fyrir sig og komust yfir 19-18 en við spíttum þá í lófana og náðum 2 marka forskoti 21-19. Enn svöruðu fh fyrir sig og komust yfir 22-21 en í staðin fyrir að panica þá héldum við ró okkar og komumst yfir 23-22 og 24-23 en fh jafnaði 24-24 þegar um 50 sek voru eftir. Síðasta sóknin hjá okkur fór þannig að Björgvin Hólmgeirs lyfti sér upp þegar um 7 sek voru eftir og smurði hann í hornið og þó fh-ingar hefðu náð að taka miðju þá var skot þeirra varið af Elíasi Má og frábær sigur staðreynd.
Eins og fyrr segir þá var liðsheildin klárlega það sem uppskar þennan sigur en Björgvin var fremstur meðal jafningja í okkar liði í dag. Vörn og markvarsla var fín og förum við sáttir með 2 stig úr Krikanum í kvöld.
Markaskor: Bjöggi 8, Elías 3, Freyr 3, Pétur 3, Gummi 2, Einar 2, Þórður Rafn 2, Gunni 1, Beggi 1
Birkir 8 varin, Aron Rafn 8 varin.
P.s. Hörður Davíð fær heiðurinn af fyrirsögn dagsins.
Næsti leikur er gegn HK í undanúrslitum bikarsins og er hann á laugardaginn næstkomandi.
Einnig er frábær umfjöllun á Sport.is um leikinn hér.
Björgvin tryggði Haukum sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 163320
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.