2 stig og ekkert annað

gummiÞað var ekki áferða fallegur handbolti sem við Haukamenn sýndum í gær gegn botnliði Fram. En sigur er sigur og lítið annað hægt að taka frá þessum leik en 2 stig.

Framarar byrjuðu betur í leiknum og voru yfir 4-1 á tímabili. Í stöðunni 6-3 fórum við í gang og náðum fljótlega 12-8 forskoti. Staðan í hálfleik var svo 16-14 okkur í vil. Seinni hálfleikurinn var beggisvipaður og komust Framara yfir um hann miðjan 20-19 en þá kom smá skipulag á vörnina hjá okkur og má það þakka innkomu Heimis Óla að stórum hluta. Við sigldum framúr og komumst fljótlega í 3 marka forskot 23-20 og svo 24-21. Þegar um 3 mín voru eftir misstu Framarar hausinn og fengu á sig hverja 2 mínúturunar á fætur annarri og í eitt skipti fékk einn hjá þeim 4 mín eftir mótmæli. Sigur vannst svo 30-25. 

Guðmundur var markahæstur með 8 mörk og Sigurbergur með 7. Sóknalega voru þeir bestir hjá okkur en aðrir leikmenn eiga mikið inni og virðist EM - fríið hafa farið misvel í menn. Næsti leikur er gegn FH í Kaplakrika og þá eiga menn að vera klárir fyrir alvöru baráttu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband