Færsluflokkur: Íþróttir

Til hamingju Selfoss - en helling af villum í fréttinni.

Það er rétt að við Haukamenn töpuðum gegn Selfyssingum en leikurinn fór fram í gær og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir vinna þetta mót. Þeir unnu mótið síðast 1990. Gaman væri að sjá fréttamenn afla sér nákvæmari upplýsinga áður en þeir bulla frétt á netið.

Til hamingju Selfoss aftur.


mbl.is Selfoss vann Ragnarsmótið í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng tímasetning

Rétt mun vera að við Haukamenn erum að fara keppa til úrslita við Selfoss á Ragnarsmótinu á morgun en það sem er rangt í fréttinni er að leikurinn hefst kl.16.

Áfram Haukar.


mbl.is Selfoss og Haukar mætast í úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnarsmótið hefst á morgun

Þá er loksins farið að styttast í að íslandsmótið hefjist. Þó eru um mánuður í fyrsta leik en á morgun  byrjum við að spila alvöru leiki þegar Ragnarsmótið hefst. Auk okkar þá eru það Fram, Valur, HK, FH og Selfoss sem taka þátt. Við eigum fyrsta leik við Fram annað kvöld kl.20.

September mánuður verður nokkuð þéttur en auk þess að spila í þessu móti spilum við í Hafnarfjarðarmótinu um miðjan mánuðinn ásamt því að spila við Val í meistara meistarana. 

Til gamans má geta að við mætum Valsmönnum 4 sinnum í september mánuði. Fyrst í Ragnarsmótinu svo í Hafnarfjarðarmótinu, því næst í meistarar meistaranna og að lokum eigum við fyrsta leik í deild 30.sept.

 

aron gultAð lokum ætla ég að setja hér inn mynd af fyrrverandi þjálfara okkar honum Aroni Kristjánssyni. Hann var ekki lengi að láta heyra í sér í þýsku deildinni og því miður fyrir hann þá gleymdi hann að skrá sig formlega úr sektarsjóð Haukamanna og því fær hann sendan gíróseðill með upphæðinni sem ber að greiða þegar menn fá gult fyrir kjaft. ;)

 

 


Æfingaferð til Sverge 18-22.ágúst

Á miðvikudaginn förum við Haukamenn í æfingaferð til Svíþjóðar þar sem við tökum þátt í 4 liða móti. Mótherjar okkar eru heimaliðið GUIF, Emperor Rostock frá Þýskalandi og Haslum frá Noregi.

sveinn þorgNú erum við búnir að vera æfa í tvær vikur og eru menn að koma misvel undan sumri. Einn nýr leikmaður hefur bæst í hópinn en það er Sveinn Þorgeirsson en hann komaþorkell m frá Víking. Einnig er "gamall - nýr" byrjaður aftur eftir 6 ára hlé. En það er Þorkell Magnússon hin eiturknái. Hann er í toppformi karlinn og náði öðrum besta árangri í píptesti hjá okkur þar sem hann náði 14,7.(Einar Pétur 15,8) Svo eru nokkrir kjúklingar byrjaðir að banka á dyrnar,  þannig að þó svo að við höfum misst 3 úr byrjunarliðinu fyrir þetta tímabil (Begga, Pétur og Ella) þá kemur bara maður í manns stað. 

Það hefur orðið ótrúlega mannabreyting á Haukunum síðustu 2 árin. En eins og fyrr segir þá fóru Beggi, Pétur og Elli frá okkur fyrir þetta tímabil en árið áður fóru Andri Stefan, Arnar P, Arnar Jón og Kári Kristján. 

Meiðsli: Það eru allir heilir hjá okkur nema Gunnar Berg. Hann þarf að fara í aðgerð og óvíst hvenær hann verður leikfær.


Ítalía varð það heillin

Þá er það ljóst að við Haukamenn mætum Conversano í þriðja sinn. Síðasta ferðalag þangað tók litlar 21 klst. Þannig að það bíður okkar fróðlegt ferðalag í október.

Þess má geta að aðeins tveir leikmenn eru eftir í Haukaliðinu sem spilaði síðast við lið Conversano tímabilið 2006-2007. Það eru  Freyr Brynjarsson og Gísli Jón Þórisson. 

Nú er bara að bíða og sjá hvort leikurinn verður keyptur eða seldur. 

Þess má geta að við Haukamenn hefjum æfingar aftur eftir júlí frí á þriðjudaginn eftir Verslunarmannahelgina. Við förum svo í æfingaferð til Svíþjóðar 18 - 22. ágúst þar sem við spilum við lið frá þýskalandi, svíþjóð og noregi.

 

Kv. FB


mbl.is Haukar til Ítalíu - Valskonur til Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokahóf Hauka 2010

Í gærkvöldi fór fram lokahóf Hauka. Þar var margt um manninn og skemmtanagildi í hámarki.

Hjá okkur körlunum var Birkir Ívar valinn bestur og Aron Rafn efnilegastur. 

Pétur Páls var valinn bestur af Haukum í horni.

Ég setti saman myndband um veturinn og einnig smá tribute fyrir þá drengi sem yfirgefa félagið.


HSÍ hófið 2010

Í gærkvöldi fór fram HSÍ hófið og þar voru leikmenn verðlaunaðir fyrir veturinn. Við Haukamenn áttum þó nokkuð af verðlaunahöfum.

Hjá konunum áttum við eina skellibjöllu sem var í liði ársins og valinn Handknattleikskona ársins en það var hún Hanna Guðrún Stefánsdóttir. beggi

peturÍ liði ársins áttum við tvo leikmenn í karlaflokki, þá Pétur Pálsson og Sigurberg.

Besti varnarmaðurinn var valinn Gunnar Berg Viktorsson. En Þar voru tilnefndir, Gunnar Berg, Einar Örn og Ingvar Árnason Val.

Besti markmaður deildarinnar var valinn Birkir Ívar Guðmundsson en aðrir tilnefndir voru Hlynur úr Val og Sveinbjörn frá HK. birkir

Þegar kom að vali efnilegasta leikmanns deildarinnar þá var Aron Rafn Eðvarsson tilnefndur en fékk það ekki að þessu sinni. 

gunnarSigurbergur var tilnefndur sem handknattleiksmaður ársins en vann ekki að þessu sinni.

Sigurbergur  og Björgvin voru tilnefndir sem besta sóknarmaðurinn en fengu það ekki að þessu sinni.

Gunnar Berg og Freyr voru tilnefndir til Valdimarsbikarsins en fengu hann ekki að þessu sinni.

Að lokum kom svo valið um þjálfar ársins 2010. Einhverjir myndu fyrirfram halda að Aron KristjanssonAron ætti þessi verðlaun skuldlaust. En nei hann var tilnefndur en ekki valinn. Maður verður að spyrja sig hvernig svona getur gerst. Með fullri virðingu fyrir vinningshafa þá vann hann ekkert í ár á meðan Aron vann alla titla sem í boði voru og gerði það með mikið breytt lið frá því í fyrra. Kannski erum við bara sjálfþjálfandi lið og þurfum engan þjálfara!!!:) Nei hann á sko þessi verðlaun skilið og að mínu mati hefði HSÍ átt að taka í taumana þegar sumir þjálfarar deildarinnar geta ekki kosið án þess að láta afbriðisemi sína koma í ljós. 

 Það vita allir sem vita eitthvað um handbolta að Aron er þjálfari ársins og í raun þarf hann ekki eitthverja glerstyttu sem á stendur "besti þjálfarinn". 4 titlar af 4 mögulegum segir allt sem segja þarf.


Deildarbikar-, Deilar-, Bikar - og Íslandsmeistarar 2010

Það er nokkuð ljóst hverjir eru með besta lið landsins. Frábæru tímabili lokið og við settum punktinn yfir i-ið með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli okkar. Stuðningur Haukamanna var frábær og það verður seint sem maður gleymir þessu tímabili. Það virðist ekki klikka þegar ég set saman myndband og eftir 4 leik í Valsheimilinu setti ég saman pepp myndband sem ég sýndi strákunum í morgun. Hér fáið þið að sjá afraksturinn. Áfram Haukar.


Komnir í úrslit annað árið í röð.

birkir ivarÍ kvöld gerðum við góð ferð í Digranesið og unnum baráttu sigur gegn sterku varnaliði. Við vorum einnig öflugir í vörninni en bæði lið áttu mjög erfitt sóknarlega. Við náðum fljótlega forskoti 3-1 og 8-5. Markmenn liðana voru báðir öflugir og tóku þeir ófá skot. HK spilaði góða 6-0 vörn og áttum við í erfiðleikum með hana. Staðan í hálfleik var svipuðu og í fyrsta leik eða 2 mörk í plús okkur í vil, 11-9. Í seinni hálfleik byrjuðum við betur og komumst í 14-10 og svo 18-13 en þá tóku HK leikhlé. Við duttum í gryfjuna sem hefur nokkrum sinnum hent okkur að slaka á og hætta að sækja á markið. Þeir gengu á lagið og jöfnuðu leikinn 19-19 alveg eins og í fyrsta leik liðanna. En við ætluðum okkur sigur og skoruðum næstu tvo og gerðum út um leikinn. Birkir Ívar var okkar besti maður og vörnin var þétt megin hlutann af leiknum, en sóknarleikurinn og nýting á dauðafærum var vægast sagt slakur. Með þessum sigri fengum við kærkomið frí og getum undirbúið okkur fyrir úrslitaviðureignina sem verður gegn Val eða Akureyri. Akureyri vann Val í fyrsta leik en Valsmenn svöruðu fyrir sig og tóku leikinn fyrir norðan. Þessi lið þurfa því að spila úrslitaleik á mánudaginn að Hlíðarenda.

Öruggur sigur í kvöld

islandsm3Menn komu ákveðnir til leiks í kvöld þegar Stjarnan mætti í heimsókn að Ásvelli. Við höfðum tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni gegn liðum sem voru að berjast um að komast í úrslitakeppnina. Stjarnan er í harðri baráttu um að halda sér uppi og í raun kemur þetta tap lítið niðrá þeim, því þeir eiga að spila við Fram í næstu umferð og er það algjör úrslitaleikur um hvort liðið heldur sér uppi. Það lið sem tapar þeim leik fellur beint niður í 1.deildina.

En að leiknum okkar þá náðum við fljótt forskoti og héldum því það sem eftir var af leiks. Staðan í hálfleik var 18-12 okkur í vil. Í seinni hálfleik byrjuðu Stjörnumenn betur og minnkuðu muninn í 4 mörk en nær komust þeir ekki. Loka staðan í leiknum var svo 12 marka sigur 35-23. 

Fyrir síðustu umferðina erum við Haukarnir, Valur og HK örugg með sæti í úrslitakeppninni. FH og Akureyri keppast svo um síðasta sætið. FH á leik við HK í síðustu umferðinni og verða að sigra hann. En um leið verða FH-ingar að treysta á stóra bróður í Hafnarfirði þegar Haukar taka á móti Akureyri á sama tíma. Ef Akureyri gerir jafntefli eða sigrar eru þeir öruggir áfram í úrslitakeppnina og FH-ingar sitja þá eftir annað árið í röð. 

Markaskor hjá okkur: Sigurbergur 7/10, Þórður Rafn 6/7, Einar Örn 6/8, Freyr 5/5, Björgvin 4/8, Pétur 3/3, Tjörvi 1/1, Heimir Óli 1/1, Gísli Jón 1/2, Guðmundur 1/3.

Aron Rafn var öflugur og varði 24 bolta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband