Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

FH-ingar kjöldregnir

Það var mikil spenna í hafnarfirði fyrir leik Hauka og FH. Fyrsti úrslitaleikur þessara liða í langan tíma. Við spiluðum 5-1 vörn gegn þeim og gekk það mjög vel. Við haukamenn höfðum yfir 15-10 í hálfleik og áttu þeir engin svör við henni ásamt að Birkir varði vel í markinu. Í seinni háfleik héldum við áfram að spila vel og FH átti engan sjens. Mest náðum við 16 marka forustu. Eina markverða í seinnihálfleik var að Elli fékk að líta beint rautt spjald og fyrir hönd sektarsjóðsins þá þakka ég hans framlag í sjóðinn:). Lokatölur leiksins urðu svo 36-22.  Fyrsti titilinn því komin í hús hjá okkur haukamönnum.

Eftir leikinn var valið í lið mótsins og þar áttum við 3 leikmenn. Elías í hægra horni, Beggi í vinstri skyttu og Birkir Ívar í markið. Óskum þeim til hamingju með þessa viðurkenningu. Birkir Ívar var svo valinn besti leikmaður mótsins.

birkir ivar SIgurbergur Sveinssonelli

Markaskor: Kári 5/6, Beggi 5/10, Gunnar Berg 4/4, Einar Örn 4/6, Andri 4/7, Gísli Jón 3/3, Pétur 3/4,  Elli 2/2, Hafsteinn 2/2, Tryggvi 2/4, Arnar Jón 2/5. 

Birkir varði 13 skot og Gísli G 8 skot. 


Úrslitaleikur á morgun: Haukar-FH

Kári Kristján KristjánssonÍ kvöld spiluðum við gegn Val. Við byrjuðum vel og náðum 4 marka forskoti 6-2 en þá tóku Valsmenn leikhlé og mættu betri til leiks og náðuSIgurbergur Sveinsson að jafna leikinn. Staðan var svo jöfn á öllum tölum þó vorum við alltaf 1 skrefi á undan og í hálfleik var staðann 13-12 okkur í vil. Í seinniháfleik hélt þetta baráttan áfram en þegar 10 mín voru eftir náðu Valsmenn 3 marka forskoti 16-19. Þetta var til þess að við vöknuðum af værum blundi og eftir að Aron hafði tekið leikhlé í þessari stöðu fóru menn í gang. Á þessum 10 mín sem eftir voru skoruðum við 8 mörk gegn 2 mörkum Valsmanna. Við unnum því þennan leik 24-21.

Markaskor: Kári 5, Beggi 5.  Gísli Guðmund stóð vaktina mest allan leikinn og varði um 9 skot.  

 

 

Næsti leikur er gegn FH á morgun kl. 16. FH-ingar töpuðu í kvöld gegn danska liðinu Nordsjælland. FH var yfir í fyrrihálfleik og voru mjög sprækir. En danirnir komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og unnu 29-24. FH hefur á að skipa mjög ungu og spræku liði ásamt að hafa Gumma P og Magga Sigmunds með þeim. FH-ingar eiga án efa eftir að stríða mörgum liðum í vetur.

Á morgun verður hörkuleikur þegar Haukar og FH mætast en sigurvegari úr þessum leik sigra Hafnarfjarðarmótið 2008. Nú er lag hjá hafnfirðingum að mæta og sjá fyrsta alvöru hafnarfjarðarslaginn í langan tíma.


Haukar vs Valur í Hafnarfjarðarmótinu í kvöld

Í kvöld mætum við liði Vals í Hafnarfjarðarmótinu. Leikurinn fer fram í strandgötunni og hefst kl.18. Frítt er inn á alla leiki í mótinu. Valsmenn fóru illa út úr viðureign sinni við FH í gær og koma eflaust einbeittari til leiks í kvöld. Hjá Val vantaði í gær Fúsa, Baldvin, Sigga og Erni. Heimir byrjaði víst leikinn í gær en fór fljótlega útaf. Valsmenn hafa að skipa ungum og efnilegum leikmönnum. Þeir t.a.m. eiga einn "Pétur" í liðinu sínu en hann heitir Atli. (þeir sem vita hver Pétur er hjá okkur vita hvað ég er að tala um) enda er hann og Atli náskyldir. Þetta verður án efa hörkuleikur en þeir unnu okkur fyrir um 3 vikum síðan í æfingaleik með svipað lið.

Úrslit eftir dag 1 í Hafnarfjarðarmótinu

Pétur PálssonÍ kvöld tókum við á danska liðinu Nordsjælland og við haukamenn byrjuðum vel. Vörnin var góð og markvarsla fylgdi með. Við náðum mest 6 marka forskoti 12-6 í fyrrihálfleik. Staðan í hálfleik var svo 15-10 okkur í vil. Í seinni hálfleik breyttu þeir fljótlega um vörn og spiluðu 3-3 vörn og við lentum í smá bastli með það en náðum þó að halda þeim frá okkur. Það fengu flest allir að spreyta sig hjá okkur nema kannski Arnar Jón en um leið og hann kom inná þá breyttu þeir í 3-3 vörnina en það hentar honum betur að spila á móti 6-0 vörn. Þeir hafa greinilega fengið myndbandið af fyrriháfleik gegn Hammerby um síðustu helgi. Loka staða varð svo 26-23 haukamönnum í vil.

Næsti leikur er gegn Val á morgun kl.18 að Strandgötu. Valsmenn fórubirkir ivar illa útúr viðureign sinni í dag en þeir skíttöpuðu gegn FH. Maggi Sigmunds fór á kostum, eða það hlýtur að vera. Sá reynda ekki leikinn  en þar sem Maggi er bestur í FH hlýtur hann að hafa lokað rammanum. :)

Markaskorarar hjá okkur í kvöld:

Pétur 5, Beggi 4, Einar 3, Freyr 3, Kári 2, Tryggvi 2, Andri 2, Gunnar Berg 2, Hafsteinn 2 og Elli 1.

Birkir stóð vaktina í rammanum og átti stórleik með 19 varða bolta. 


100 ára afmælismót Hafnafjarðar

Stórmót í handbolta - 100 ára afmælismót Hafnarfjarðar Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar hafa íþróttafélögin FH og Haukar ásamt Hafnarfjarðarbæ tekið höndum saman um að halda alþjóðlegt handboltamót. Auk heimaliðanna FH og Hauka taka þátt gestaliðin Valur og danska stórliðið Nordsjælland. Mótið fer fram dagana 28. - 30 ágúst og er leikið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hafnarfjarðarbær býður alla velkomna á mótið, aðgangur er ókeypis. Mótið verður sett kl. 16:45 fimmtudaginn 28. ágúst í Íþróttahúsinu við Strandgötu Komdu og sjáðu handbolta á heimsmælikvarða. Handboltakveðja, Hafnarfjarðarbær, FH og Haukar.

Fimmtudagur 28./8.
kl. 17:00 FH-Valur
kl. 20:00 Haukar -Nordsjælland
Föstudagur 29/8.
kl. 18:00 FH-Nordsjælland
kl. 20:00 Haukar-Valur
Laugardagur 30./8.
kl. 14:00 Nordsjælland- Valur
kl.16:00 FH-Haukar

Danmörk dagur 4: Tap hjá landsliðinu en sigur hjá okkur

Já þá er Ólympíuleikunum lokið og strákarnir unnu silfrið með frábæri frammistöðu. Tapið í dag er ekkert sem menn eiga að hugsa um. Nú vinnum við gullið næst þegar við komust í úrslitaleik, það er alveg ljóst.

Aron RafnEn að okkar ferð hér í Danmörku þá tókum við Hammerby í dag. Við byrjuðum í 3-2-1 vörn og það var ekki að gera sig ásamt að sóknarleikurinn var lélegur. Hammarby komst í 10-4 en þá skiptum við í 6-0 vörn og Arnar Jón kom inná og setti 5 mörk, Arnar Jón Agnarssonásamt að Aron Rafn fékk tækifæri í markinu og stóð sig frábærlega.  Vörnin fór í gang og við náðum að jafna leikinn í 11-11. Staðan í hálfleik var svo 14-14. Í seinni hálfleik spiluðum við áfram mjög góða vörn og sóknin var miklu betri en í síðustu leikjum. Sigur hafðist svo 26-24 gegn sænsku meisturunum Hammerby.

Markaskor: Arnar Jón 5, Kári 4, Freyr 3, Tryggvi 3, Beggi 3

Aron varði 9 bolta, Birkir 6.


Dagur 3 í Danmörku + Þjóðsöngur Okkar

Guðjón Sigurðsson var ósáttur að ekki var komin ný frétt, þannig að ég ákvað að bæta úr því.       Við spiluðum gegn Dunkerque frá frakklandi og það fór ekki vel. Við byrjuðum vel og spiluðum mun betur en í gær. Í lok fyrrihálfleiks slökuðum við aðeins á klónni og þeir náðu 6 marka forskoti 16-10. Í seinni hálfeik var nokkuð jafnt en aftur kom slæmur kafli hjá okkur um hann miðjan og þeir náðu 11 marka forskoti. Við tókum okkur á og náðum að minnka munin í 8 mörk áður en yfir lauk. Loka staða 30-22 fyrir frakkana. Á morgun eigum við svo leik við Hammerby sem hefur einnig tapað báðum sínum leikjum.

Það er mikil tilhlökkun fyrir Ísland - Frakkland á morgun og verður hann sýndur hér í danmörku kl.10 Við horfum á hann saman og svo förum við beint í leikinn við Hammerby. Í tilefni á að Ísland spilar á morgun er tilvalið að rifja upp þjóðsöng okkar landsmanna. Koma svo allir að syngja með.


Ný könnun um úrslitaleikinn.

beinjing-olympic-medals-2Endilega kjósið um hvort Ísland fær gull eða silfur.

Dagur 3: Sigur hjá landsliðinu en tap hjá okkur

Pétur PálssonJá það fór ekki vel í kvöld þegar við töpuðum gegn Bjerringbor/Silkeborg nokkuð örugglega. Við byrjuðum vel en þeir komust um miðjan fyrrihálfleik í 12-6 en þá tókum við aðeins við okkur með Pétur Páls fremstan í flokki og staðan í hálfleik var 13-11. Í seinnihálfleik spiluðum við eins og hauslausar hænur og áttum aldrei breik. Vorum að spila herfilegan sóknarleik allan leikinn en varnarleikurinn var allt í lagi í fyrrihálfleik. Lokastaða 31-18. Næsti leikur er gegn Dunkerque og eins gott að við mætum tilbúnir til leiks. Jæja nóg um það.

Ísland vann eins og allir landsmenn vita og við haukamenn horfðum saman á leikinn hér á hótelinu á stóru tjaldi. Settur var á stað pottur þar sem leikmenn spáðu um úrslit leiksins og þurftu allir að borga 500 kr fyrir. Það voru allir með nema Andri hann ákvað frekar að leggja 500 kr inn á sparireikning hjá Kaupthing. Það var svo Birkir Ívar sem fór með sigur á hólmi en spáin hans var næst því sem lokatölur urðu. Hann spáði 36-32 fyrir Ísland og fékk 8500 kr í vasann.

Meira á morgun.


Ísland - Frakkland 2002 + Lag íslenska landsliðsins.

Hérna er myndband þegar Ísland gerði jafntefli við Frakka með lagið "gerum okkar besta" í undirspili.

Þarna eru Einar Örn leikmaður Hauka í dag að spila lykilhlutverk ásamt þjálfaranum okkar honum Aroni Kristjánssyni.

Í þessum leik gerðum við jafntefli og árið 2006 unnum við stórsigur á Frökkum. Getum við unnið gullinu? Það er stóra spurningin. En strákarnir "gera sitt besta".


Næsta síða »

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband