Eimskipsbikarinn

Þá fer að líða að því að við Haukamenn tökum þátt í bikarkeppni HSÍ og við fáum það verðuga verkefni að mæta Eyjamönnum og það í Vestmanneyjum. Eyjamenn trjóna á toppi 1.deildar og virðast vera fara beinustu leið upp í efstu deild. Við hittum þar fyrir nokkra Haukamenn sem hafa hampað Íslandsmeistaratitlum með okkur undanfarin ár.

Arnar PéturssonFyrstan ber að nefna harðjaxlinn og núverandi þjálfara eyjamanna Arnar Pétursson. Addi P eins og hann er kallaður a.k.a. man of steal verður án efa búin að efla sína menn og ef þeir hafa hans baráttu þá er eins gott að við mætum tilbúnir til leiks.Gísli Jón Þórisson

Næstur í röðinni er Gísli Jón Þórisson en hann fór yfir til eyjamanna um síðustu áramót og er að stýra sóknarleik þeirra ásamt því að vera góður varnarmaður. Gilli John a.k.a. áégadlemjaþig verður án efa erfiður í þessum leik.

Síðast en ekki síst er það Pétur nokkur Pálsson línu(lukku)tröll og húmoristi með meiru. Pétur var einn af okkar lykilmönnum þegar við lönduðum Íslands og bikarmeistaratitli 2010. Pétur meiddist nýverið og talið var að hann myndi ekki spila en samkvæmt áræðanlegum heimildum þá er Pétur búin að Pétur Pálssonláta sprauta sig og ætlar að spila þenna leik. Pétur er harður en við ætlum að taka Didda með í ferðina, en fyrir þá sem ekki vita þá er Diddi kryptonitið sem getur hugsanlega stoppað Pésa. 

Við hlökkum til að hitta haukamennina og fá að taka á þeim. 

Leikurinn fer fram þriðjudaginn 15.nóvember í Vestmanneyjum og hefst hann kl.19.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband