Sigur, sigur og aftur sigur.

GylfitjorviÍ kvöld unnum við okkar 4 sigurleik í röð þegar Valsmenn mættu í heimsókn. Valsmenn byrjuðu betur en við komumst fljótlega inn í leikinn og náðum 3 marka forskoti fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og leiddum leikinn í 2-4 mörkum en í stöðunni 29-25 tóku Valsmenn smá kipp eftir að við vorum einum færri. Þeir  náðu að minnka muninn í eitt mark en þá settum við í lás og skoruðum næstu 5 mörkin og sigur vannst 34-28. Góður sóknarleikur og góð nýting úr færunum var lykilinn að sigri okkar í kvöld. Tjörvi stjórnaði sókninni að stakri snilld og setti 8 mörk og Gylfi var með frábæra nýtingu úr horninu og í vítunum en hann skoraði 9 mörk.

Eins og fyrr segir þá höfum við unnið nokkra leiki í röð en síðustu tveir leikir á móti Akureyri og Aftureldingu voru seiglu sigrar og það má með sanni segja að við séum að spila vel á liðsheildinni og sigurviljinn er til staðar eins og sést á úrslitum þessara leikja. 

Næsti leikur aftur á móti er leikur leikjanna þegar við förum í heimsókn í kaplakrika og tökum á fh-ingum. Sá leikur verður ekki fyrr en 13.nóvember þar sem landsliðið hittist til æfinga. Það þarf ekki að taka það fram að það er skyldumæting á þennan leik. 

Áfram Haukar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband